Kaupferli – Við hjálpum þér að finna draumabílinn á betra verði!

Bílainnflutningur

Betri Bílakaup sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að kaupa bíla erlendis og flytja þá til Íslands. Við finnum bíla fyrir fólk og sjáum um að semja um verðið. Við erum með mjög vana og færa þjónustufulltrúa. Oft fæst betra verð þegar þjónustufulltrúi talar við sölumann heldur en þegar kaupandinn reynir sjálfur að semja um verðið.

Við finnum bílinn sem hentar þér, skv. þeim upplýsingum sem þú gefur okkur. Þegar þú ert búin að ákveða hvaða bíl þú vilt, getum við hafið samningaferlið við erlendu bílasöluna eða okkar birgja fyrir þína hönd. Þegar samningi er náð við erlendu bílasöluna þá förum við yfir heildarkostnaðinn við innflutninginn, þ.m.t. fyrir flutninginn, skatta og tolla (ef við á).

Við göngum síðan í sameiningu frá öllum nauðsynlegum gögnum og skjölum. Þú borgar erlendu bílasölunni beint fyrir bílinn. Þegar þú hefur greitt fyrir bílinn þá sækjum við um forskráningu hjá Samgöngustofu og höfum samband við Eimskip sem sér um flutning á bílnum til landsins. Þegar búið er að tollafgreiða bílinn, nýskrá hann og skoða, þá færðu bílinn afhentan.

Trygging vegna flutninga á bíl til Íslands. 

Allur farmur er tryggður í flutningi hjá Eimskip með tryggingu frá Verði. Bíllinn er tryggður frá því að Eimskip tekur við bílnum hjá erlendu bílasölunni og þangað til Eimskip afhendir bílinn. Verð tryggingar bætist við flutningskostnaðurinn hjá Eimskip. Hér má sjá upplýsingar um trygginguna ásamt skilmálum hennar: Upplýsingar um farmtryggingu Eimskips.

Skv. íslenskum lögum þá þarf kaupandi bíls að ábyrgðartryggja bíl sinn hjá íslensku tryggingafélagi og það þarf það að gerast áður en farið er með bílinn í nýskráningu og skoðun. Við sjáum um fyrir þig þegar þú hefur valið þitt tryggingarfélag.

Í upphafi ferlisins þarf að greiða 9.900 kr. í þjónustugjald. Síðan tökum við fast umsýslugjald sem er 240.000 kr. fyrir hvern seldan bíl. Samtals gera það 249.900 kr. með vsk.
Auk þess þarf að greiða 5.200 kr. fyrir forskráninguna hjá Samgöngustofu.

Athugið að þegar bílar eru fluttir inn frá Bandaríkjunum, þá bætist við kostnaður vegna tækniskýrslu (EU vottorðs) sem er kr. 59.000 kr.
Það á ekki við um bíla sem eru fluttir inn frá Evrópu.

Flutningsgjöld, skoðunargjöld og tollgjöld eru síðan greidd þegar bíllinn kemur til landsins.

Afgreiðslutími bíla frá Bandaríkjunum er um 7-12 vikur.

Afgreiðslutími bíla frá Evrópu er um 5-8 vikur.

Athugið að Betri bílakaup sér um allt ferlið. Við finnum bílinn, semjum um verðið, útvegum þér greiðsluupplýsingar, sjáum um alla pappírsvinnuna og samskipti við aðila í ferlinu, sækjum bílinn og látum skoða hann og afhentum þér hann að því loknu.

Reyndir þjónustufulltrúar taka vel á móti þér. Þeir þekkja sitt fag og eru boðnir og búnir að veita úrvals ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að bílainnflutningi.

Þú getur haft samband við okkur með  því að fylla út Bílaleitareyðublaðið eða með því að senda okkur skilaboð á Facebook.

Verið velkomin!

01.05.2018 – Með fyrirvara um villur í texta.

Back to top